Fréttir

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er iðin við kolann

Í nýrri tilkynningu segir: „Tindastóll styrkir kvennaliðið. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Oceane Konkou, fransk-kanadískan framherja. Martin þjálfari segir Oceane vera þekkta fyrir hraða, varnarleik og að vera góð þriggja stiga skytta, eiginleika sem munu styrkja liðið verulega fyrir komandi tímabil. „Hún er að spila í Ástralíu núna og stendur sig mjög vel, við hlökkum mikið til að fá hana til liðsins“
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður fullt hús hjá okkur hjónunum“

Það er víst ótrúlega oft hægt að plata Auðun Sigurðsson í að gera hitt og þetta. Því plataði Feykir hann til að svara örfáum spurningum um Húnavökuna. „Ég bý á Blönduósi og hef gert það lungan úr mínu lífi. Þessa dagana er ég einna helst að sinna minni vinnu, ditta að heima hjá mér og leika golf í frístundum,“ segir þessi fyrrum markvörður Hvatar í fótboltanum.
Meira

Fimmtán íbúðir bætast við á Hvammstanga

Byggðarráð Húnaþings vestra tók þann 7. júlí fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús að Norðurbraut 15 á Hvammstanga. Húsið er fyrirhugað með samtals 10 íbúðum, fimm á hvorri hæð. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra eru að fara í gang tvö verkefni í tengslum við húsnæðisuppbyggingu á Hvammstanga.
Meira

Hugmyndir um styttingu þjóðvegar 1 enn á sveimi

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 16.7 var m.a. lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 7.7. 2025, stílað á Vegagerðina og sveitarfélögin Skagafjörð og Húnabyggð, þar sem ýmsum spurningum er beint að Vegagerðinni og jafnframt óskað eftir að sveitarfélögin Húnabyggð og Skagafjörður geri ráð fyrir styttingu þjóðvegs 1 um svokallaða Húnavallaleið í Húnabyggð og Vindheimaleið í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð.
Meira

Húnavakan fór í gang í glimrandi veðri og stemningu

Húnavaka hófst í gærkvöldi í blíðskaparveðri á Blönduósi og það verður ekki annað sagt en að íbúar Húnabyggðar og gestir hafi verið klárir í slaginn. Fólk hafði hamast við að skreyta hús og garða og um kvöldmatarleytið var heldur betur vel mætt við félagsheimilið þar sem var götugrill í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis.
Meira

Tæknismiðjan á Hvammstanga opnar í ágúst

Í ágúst verður tæknismiðjan í samfélagsmiðstöðinni á Hvammstanga opnuð. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þar fái nemendur og íbúar tækifæri til að læra um þrívíddarprentun, forritun, hönnun, nýsköpun o.fl. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að þróa tæknismiðjuna og hvetjum við íbúa til að taka þátt þegar nánari dagskrá verður auglýst.
Meira

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Velkomin á Mark Watson daginn

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ 18. júlí. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans Dagur íslenska fjárhundsins.
Meira

Opið fjós á Ytri-Hofdölum

Á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi hefur risið stór myndarlegt fjós. Húsið er 1030fm2. Legubásar eru fyrir 65 kýr og svo er aðstaða fyrir kvígu uppeldi. Einn mjaltaróbóti er á staðnum. Þórdís og Þórarinn Halldórsbörn erum bændur á bænum
Meira

Aðalfundur Ámundakinnar ehf. 2025

Í ársskýrslu félagsins er farið ýtarlega yfir reksturinn en hér er birtur úrdráttur sem Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri félgasins tók saman: Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn 11. júlí síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi en félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu.
Meira